LÖGFRÆÐILEG INNHEIMTA

Innheimtustofa Reykjavíkur sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu vanskilakrafna.

Þjónustan byggist á áralangri reynslu starfsfólks við innheimtumál af ýmsum toga. Innheimtustofa Reykjavíkur veitir persónulega þjónustu og nálgast verkefnin af fagmennsku, alúð og einurð. Þá hefur starfsfólk Innheimtustofu Reykjavíkur aðgang að öflugum hópi lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar um starfsemi Innheimtustofu Reykjavíkur veitir Ólafur Garðarsson hrl á netfanginu olafur@lr.is