Einstaklingar
Allt frá stofnun Lögfræðistofu Reykjavíkur höfum við lagt mikla áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til einstaklinga. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og þverfagleg þekking lögmanna stofunnar nýtist vel við slíka vinnu.
Lögmenn okkar eru reyndir málflytjendur, bæði fyrir héraðsdómum og Hæstarétti Íslands, og leggja áherslu á fagleg vinnubrögð og gagnkvæmt traust í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Við vinnslu mála og úrlausn þeirra er faglegur metnaður og heiðarleiki ávallt í fyrirrúmi.

SLYSABÆTUR
Lögfræðistofa Reykjavíkur aðstoðar einstaklinga við að sækja rétt þeirra til skaðabóta eftir slys. Lögmenn LR búa yfir víðtækri sérfræðiþekkingu á sviði trygginga- og bótaréttar sem miklu máli skiptir þegar tjónþoli ætlar leita réttar síns. Fyrsta viðtal hjá lögmönnum LR er tjónþolum ávallt að kostnaðarlausu og leggjum við þar áherslu á rétt fyrstu viðbrögð og aðgerðir eftir slys til að tryggja hagsmuni tjónþola. Ólíkar reglur geta gilt um réttindi tjónþola þegar slys ber að höndum, þá hvort um er ræða umferðarslys, frítímaslys eða vinnuslys, og því getur skipt sköpum að hafa frá upphafi sérfræðinga sér við hlið til aðstoðar.
STJÓRNSÝSLURÉTTUR
Lögfræðistofa Reykjavíkur aðstoðar einstaklinga í samskiptum við ríki og sveitarfélög. Þjónusta stofunnar felst í öllu því sem við kemur rekstri stjórnsýslumáls, hvort sem er við samningagerð við hið opinbera eða rekstur dómsmála. Við gætum að rétti einstaklinga og lögaðila gagnvart stjórnvöldum og veitum ráðgjöf og víðtæka þjónustu í samskiptum við stjórnvöld, aðstoðum við kvartanir til Umboðsmanns Alþingis og hagsmunagæslu í ágreiningsmálum jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla.
RÉTTARVÖRSLUSVIÐ
Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir hvers konar aðstoð vegna sakamála, hvort heldur sem er verjendastörf og réttargæslu fyrir brotaþola. Hafa lögmenn stofunnar langa reynslu af verjendastörfum og réttargæslu bæði á rannsóknar- og dómstigi. Þekking lögmanns á réttindum sakbornings og brotaþola er mikilvæg svo viðkomandi sé tryggð sú réttláta málsmeðferð sem öllum ber.
SIFJA- OG SKIPTARÉTTUR
Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir einstaklingum ráðgjöf og þjónustu vegna málefna fjölskyldunnar. Við úrlausn slíkra persónulegra og oft viðkvæmra mála leggjum við mikla áherslu á trúnað og virðingu við viðskiptavini okkar. Við höfum áratuga reynslu af hagsmunagæslu á sviði sifjaréttar við meðferð mála hjá sýslumanni og fyrir dómstólum. Auk þess hafa lögmenn stofunnar víðtæka reynslu af allri skjalagerð á sviði sifjaréttar, svo sem gerð erfðaskráa, sambúðarsamninga og kaupmála, sem komið geta í veg fyrir ágreining ef á reynir. Þá höfum við víðtæka reynslu af fjárskiptum milli hjóna og skiptum á dánarbúum.
SAMNINGA- OG KRÖFURÉTTUR
Lögfræðistofa Reykjavíkur leggur mikla áherslu á vandaða samningsgerð og samningarétt. Lögmenn stofunnar hafa víðtæka þekkingu á sviði samningaréttar og veita faglega þjónustu við gerð samninga og ráðgjöf við að útkljá álitaefni sem geta komið upp, hvort sem er milli aðila eða fyrir dómstólum.
Mikilvægt er að vandað sé til verka strax við upphaf samningsgerðar þar sem slíkt kemur oftar en ekki í veg fyrir að vandamál eða álitaefni komi upp þegar reynir á samning.
Meðal verkefna sem við sinnum til jafns við samningsgerð og samningarétt, er ráðgjöf á sviði kröfuréttar um allt varðandi efndir samninga og við gætum hagsmuna samningsaðila vegna lögvarinna réttinda þeirra sem leiða af kröfu samkvæmt samningi. Einnig veitum við ráðgjöf og þjónustu vegna kaupsamninga, leigusamninga, vinnu- og starfsmannasamninga, samninga á sviði sifja- og erfðaréttar eða samninga um hvaðeina annað sem mönnum er frjálst að semja um sín á milli.