Fyrirtæki

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur ávallt lagt mikla áherslu á þjónustu við innlend og erlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Meðal fastra viðskiptavina stofunnar eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins auk þess sem við vinnum með fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þá sinnum við ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir.

Stofan hefur ávallt kappkostað að hafa innan sinna raða sérfræðinga með víð­tæka reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja og lögmenn okkar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á lagaumhverfi fyrirtækja hér á landi.

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur auk þess átt náið samstarf við erlendar lögfræðistofur sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á vandaða lögfræðiþjónustu víða um heim.

Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf á sviði fjármála- og félagaréttar auk ráðgjafar á sviði skattaréttar. Má þar nefna ráðgjöf vegna samruna eða yfirtöku fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, skattalega ráðgjöf, ráðgjöf við stofnun fyrirtækja, val á félagaformi ásamt viðeigandi skjalagerð. Þá veitum við ráðgjöf vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar, skiptingar og slita á félögum, breytinga á félagaformi, stjórnun aðalfunda og hluthafafunda, ráðgjöf og þjónustu í samskiptum við stjórnvöld og hagsmunagæslu í ágreiningsmálum, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem og dómstóla.

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur langa og víðtæka reynslu á sviði samningsgerðar. Mikilvægt er að vandað sé til samningsgerðar við upphaf samstarfs og viðskipta til að minnka líkur á ágreiningsefnum þegar á efndir samnings reynir.
Meðal verkefna sem stofan sinnir að staðaldri má nefna sem dæmi samninga um kaup og sölu eigna, samstarfssamninga milli fyrirtækja og sveitarfélaga, samningsgerð vegna útboða og samninga um hugverkaréttindi og einkaleyfi en fjölþætt verkefni stofunnar ná annars yfir flest svið samningaréttarins

Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir alhliða lögmannsþjónustu og ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Á markaði sem og í einstökum viðskiptum er mikilvægt að réttra leikreglna sé gætt. Að mörgu er að hyggja í samskiptum og markaðsfærslum á samkeppnismarkaði svo ekki sé vikið frá regluverki samkeppnisréttar. Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur unnið fjölmörg verkefni á sviði samkeppnisréttar og búa lögmenn stofunnar yfir mikilli reynslu af slíkum málum. Má þar nefna hagsmunagæslu fyrir stór og smá fyrirtæki auk samtaka fyrirtækja hvort tveggja gagnvart keppinautum og samkeppnisyfirvöldum.

Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf á sviði skattaréttar og hafa lögmenn stofunnar mikla reynslu af slíkri þjónustu.
Meðal verkefna má nefna skattaráðgjöf í tengslum við fjárhaglega endurskipulagningu fyrirtækja, s.s. vegna skiptingar, samruna og slita félaga svo og skattalegar áreiðanleikakannanir. Skattaráðgjöf stofunnar varðar bæði tekjuskatta sem og óbeina skatta. Stofan veitir einnig skattaráðgjöf til einstaklinga og aðstoð við þá við samskipti við stjórnvöld. Auk ráðgjafar annast stofan hagsmunagæslu í ágreiningsmálum, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla.

Lögfræðistofa Reykjavíkur aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að nýta sér gögn sín og upplýsingar þannig að virði þeirra hámarkist, um leið og ýtrustu réttindi viðskiptamanna og einstaklinga eru virt. Réttur einstaklinga til friðhelgi og einkalífs er verndaður í Stjórnarskrá Lýðveldisins og Mannréttindasáttmála Evrópu auk annarra alþjóðasamninga. Sýna verður varkárni við meðferð gagna og upplýsinga. Um leið og eigendur upplýsinga eiga almennt rétt á að hagnýta þær, geta þeir sem upplýsingarnar varða átt réttindi sem verður að tryggja. Auk ráðgjafar annast stofan hagsmunagæslu jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla

Hjá Lögfæðistofu Reykjavíkur er yfirgripsmikil þekking og reynsla í skiptastjórn, nauðasamningsumleitunum og almennum skuldaskilarétti.

Á Lögfræðistofu Reykjavíkur starfa reynslumiklir lögmenn á sviði eignaréttar, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli.

Yfirgripsmikil þekking er á stofunni í orkurétti, t.a.m. í tengslum við samninga við landeigendur, leyfisferli og annað sem við kemur orkunýtingu.