ÞJÓNUSTA

Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum faglega ráðgjöf á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Við finnum hverju máli viðeigandi farveg þar sem reynsla og sérþekking lögmanna stofunnar nýtist við alla almenna hagsmunagæslu sem og ef til málareksturs fyrir dómstólum kemur.

Lögmenn stofunnar vinna ýmist sjálfstætt að einstökum verkefnum eða í teymum eftir því hvað á við hverju sinni. Fjölbreyttur bakgrunnur og reynsla lögmanna tryggir að við erum vel í stakk búin til að sinna flóknum og margbreytilegum lagalegum viðfangsefnum sem skjólstæðingar okkar geta staðið frammi fyrir.

Hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur starfa reyndir málflytjendur, bæði fyrir héraðsdómum og Hæstarétti Íslands. Við vinnum af trúnaði og heilindum með skjólstæðingum okkar og hjálpum þeim að ná farsælli niðurstöðu í öll mál, jafnt stór sem smá.