Uppgreiðslugjöld dæmd ólögmæt

Þann 4. desember síðastliðinn kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp tímamótadóm í máli nr. 3141/2020 (mál umbjóðenda Þóris Skarphéðinssonar lögmanns gegn ÍL-sjóði). Niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms var sú að ÍL-sjóði (áður Íbúðalánasjóði) hefði verið óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalds þegar þeir greiddu lán sín upp.

Þetta felur að okkar mati í sér:

  • Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um uppgreiðslugjald þegar þeir greiddu upp lán sín.
  • Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um þóknun þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum.
  • Að þeir skuldarar sem ekki hafa getað endurfjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalánasjóði (með nýjum hagstæðari lánum frá öðrum lánveitendum) vegna kröfu um uppgreiðslugjald geta nú krafist þess að greiða þau lán upp án viðbótargjalds.

 Brýnt að bregðast við

Enn ríkir nokkur óvissa um viðbrögð ÍL-sjóða við dómnum, svo sem hvort honum verður áfrýjað til Landsréttar. Það er hins vegar afar brýnt að lánþegar sem geta átt rétt á endurgreiðslu ólögmætra gjalda, leiti réttar síns án tafar. Þess er þörf, meðal annars, til að koma í veg fyrir mögulega fyrningu krafna og til að tryggja rétt sinn til vaxta.

Ef þú færð ekki endurgreitt borgar þú okkur ekkert – No cure no pay

Þar sem við höfum einbeitt okkur að þessum málum um langt skeið erum við reiðubúin til að aðstoða. Þar sem um réttlætismál er að ræða og langan tíma getur tekið að komast að niðurstöðu, getur verið mjög kostnaðarsamt fyrir einstaklinga að sækja rétt sinn. Við viljum því bjóða viðskiptavinum okkar upp á að reka endurkröfumál með lágmarkskostnaði. Við förum ekki fram á greiðslu hefðbundinnar lögmannsþóknunar. Komi hins vegar til þess að þú fáir endurgreitt fáum við lága hlutdeild af þeirri endurgreiðslu. 

Sú hlutdeild nemur aldrei meira en 15% auk vsk. Ef þú ert með réttaraðstoðartryggingu, gagnaðili er dæmdur til að greiða málskostnað eða semur um greiðslu hans, koma þær greiðslur til lækkunar. Það er von okkar að við getum aðstoðað þig til að sækja rétt þinn þér að kostnaðarlausu.

Mikill fjöldi fólks er í þeirri stöðu að eiga að líkindum rétt á endurgreiðslu. Því miður getum við ekki tekið að okkur að aðstoða allan þann fjölda í óvissu um hvernig málið mun enda eftir áfrýjun og án þess að þiggja þóknun af nokkru tagi um árs eða margra ára skeið. Við verðum því að fara fram á að þú greiðir kr. 50.000 fyrir gagnaöflun hjá ÍL- sjóði og tryggingafélögum, yfirferð og mat á máli þínu.

Til þess að við getum óskað eftir gögnum um þitt lán og uppgreiðslugjald frá ÍL-sjóði verðum við að fá umboð frá þér. Þú getur veitt okkur umboð með rafrænum skilríkjum með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan:

Ef þú hefur ekki rafræn skilríki getur þú sótt umboðið hér, prentað það út, undirritað og sent okkur með tölvupósti:
Ef þú hefur ekki aðgang að prentara eða skanna ertu velkominn til okkar í Borgartún 25, til þess að undirrita umboð.

Sendu okkur fyrirspurnvarðandi þitt lán.

  • Ég, undirritaður/undirrituð tel mig eiga rétt á endurgreiðslu vegna uppgreiðslugjalds/innborgunar sem ég greiddi Íbúðalánasjóði (ÍL-sjóði). Ég óska eftir því að Lögfræðistofa Reykjavíkur kanni réttarstöðu mína og sæki rétt minn gagnvart sjóðnum. Vinsamlega veitið mér frekari upplýsingar.