
Ólafur Garðarsson
Sérsvið
Starfsferill
1983 – 1984 Rekstrarstjóri Habitat með námi.
1984 – 1985 Fulltrúi hjá Gísla Baldri Garðarssyni hrl.
1994 – 2002 Annar af eigendum Lögmanna Seltjarnarnesi fyrst með Jóhanni Pétri Sveinssyni heitnum og síðan með Jóhannes Alberti Sævarssyni.
2002 – Einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur
2003 – 2009 Formaður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála
2004 – 2025 Í stjórn Persónuverndar, þar af formaður stjórnar síðustu árin
Hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja um áratuga skeið samhliða lögmannsstörfum
Menntun
1979 Stúdent frá Verslunarskóla Íslands
1984 Próf frá lagadeild Háskóla Íslands
1986 Réttindi til málflultnings fyrir héraðsdómi
1992 Réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands
1997 Réttindi til að starfa sem FIFA umboðsmaður knattspyrnumanna
Um Ólaf
„Ég hef alltaf haft áhuga á viðskiptum ekki síður en lögfræði og var svo heppinn fljótlega eftir útskrift úr lagadeildinni að vinna fyrir Danól ehf. Fyrirtækið gekk vel og var öflugt og keypti nánast á hverju ári 2-3 fyrirtæki þar til það keypti Ölgerðina. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir mig og næstu árin var fyrirtækjalögfræði fyrirferðarmikil hjá mér. Ég vann í kjölfarið fyrir mörg öflug fyrirtæki eins og Þýsk-íslenska ehf, Seltjarnarnesbæ, Vinnstustöðina, DHL, Ferðaskrifstofuna Útsyn o.fl. Þá flutti ég mikinn fjölda mála fyrir dómstólum bæði almenn mál og sakamál.
Árið 1997 fékk ég mér réttindi til þess að vinna fyrir knattspyrnumenn og selja þá milli liða. Þar með varð ég FIFA umboðsmaður. Ég hugsaði þetta í upphafi sem hliðarbúgrein en eftir nokkur ár var þessi starfsemi orðin það fyrirferðarmikil að lögfræðistörf voru komin í mikinn minnihluta og svo er enn. Samt sem áður tek ég alltaf að mér almenn lögfræðistörf og sinni málflutningi bæði almennra mála og sakamála.
Rétt eftir bankahrunið, haustið 2008 var ég, af Héraðsdómi Reykjavíkur, skipaður umsjónarmaður Kaupþings hf í greiðslustöðvun og síðan í slitastjórn Kaupþings hf og sinnti því starfi í u.þ.b. 2 ár. Það var tímafrekt og gríðarlega lærdómsríkt starf þó að maður voni að maður þurfi ekki að nota þá reynslu í bráð!.“
