Þórir Skarphéðinsson

Lögmaður, LL.M
thorir (hjá) lr.is

Þórir lauk embættisprófi í lögfræði Háskóla Íslands árið 2000, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2003 og löggildingu sem verðbréfamiðlari 2008. LL.M í European Business Law frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð 2011. Réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti árið 2022.

Þórir hefur áralanga reynslu af lögmannsstörfum auk víðtækrar reynslu úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Undanfarin ár hefur Þórir starfað sem lögmaður og sem slíkur sinnt lögmannsstörfum fyrir einstaklinga, félagasamtök ásamt innlendum og erlendum fyrirtækjum. Hann hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélagi og innanhúslögmaður hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Í stjórnsýslunni starfaði Þórir bæði fyrir Sjávarútvegsráðuneytið og Viðskiptaráðuneytið. Undanfarin ár hefur Þórir sinnt kennslu í félagarétti við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sérsvið:
Félagaréttur
Samningaréttur
Kröfuréttur
Gjaldþrotaréttur
Skaðabótaréttur
Samkeppnisréttur
Evrópuréttur
Eigna- og veðréttur
Refsiréttur
Málflutningur fyrir dómstólum