Margrét Gunnlaugsdóttir
Hæstaréttarlögmaður
margret (hjá) lr.is

Margrét lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1992, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2001 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands árið 2010. Margrét hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2003 fyrst sem fulltrúi hjá DP lögmönnum og síðar sem meðeigandi að Acta lögmannsstofu frá árinu 2005. Áður starfaði Margrét sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu árin 1992 – 1993, fjármálaráðuneytinu árin 1993 – 1998 og hjá Tollstjóranum í Reykjavík árin 2000 – 2003. Margrét sat í bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrasýslu árið 2009 og í Úrskurðarnefnd félagsþjónustu – og húsnæðismála árin 2010 – 2013. Margrét var í stjórn Félags kvenna í lögmennsku árin 2006 – 2010. Margrét hefur langa og fjölþætta reynslu. Hún hefur sinnt lögfræðilegri ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra stofnana. Helstu verkefni hennar eru á sviði sifja- og erfðaréttar, skaðabótaréttar, réttargæslu og eignaréttar.

Sérsvið:
Sifja- og erfðaréttur
Skaðabótaréttur
Eignaréttur
Réttargæsla