Ingvi Snær Einarsson

Hæstaréttarlögmaður
ingvi (hjá) lr.is

Menntun
Ingvi Snær lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2007. Hann lauk meistaraprófi í evrópskum og alþjóðlegum viðskiptarétti (LL.M) frá háskólanum í Lausanne í Sviss árið 2012 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018.

Starfsferill
Ingvi Snær starfaði sem lögfræðingur hjá Persónuvernd frá 2004-2007 en sem lögmaður á LEX lögmannsstofu frá 2007-2018. Á árinu 2019 starfaði hann sem sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Atlas lögmönnum en er nú einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Ingvi Snær hefur sérhæft sig á sviði persónuupplýsingaréttar og hefur áralanga og fjölbreytta reynslu af ráðgjöf á því sviði auk þess að sinna stundakennslu í persónurétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Ingvi Snær hefur meðal annars sinnt starfi persónuverndarfulltrúa fyrir opinberar stofnanir og einkaaðila. Þá hefur hann einnig víðtæka reynslu af skaðabóta- og vátryggingarétti og málflutningi á því sviði. Ingvi Snær hefur auk þess víðtæka reynslu af ráðgjöf á sviði evrópuréttar, stjórnsýsluréttar, starfsmannaréttar, kröfuréttar og fasteignakauparéttar.

Ingvi Snær hefur sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands á námsárum sínum. Hann var í ritstjórn Lögmannablaðsins 2009-2016 og varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður 2007-2012.

Sérsvið
Persónuvernd og persónuupplýsingaréttur
Skaðabótaréttur
Vátryggingaréttur
Evrópuréttur
Stjórnsýsluréttur
Starfsmannaréttur
Kröfuréttur
Fasteignakauparéttur
Skuldaskilaréttur
Málflutningur fyrir dómstólum