Ingvi Hrafn Óskarsson

Lögmaður, LL.M.
ingvihrafn (hjá) lr.is

Menntun
Ingvi lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998. Hann lauk einnig námi við Columbia Law School í New York með meistaragráðu (LL.M) með áherslu á fyrirtækjalögfræði árið 2004 og í fjármálum fyrirtækja frá London Business School (M.Sc.) árið 2008. Ingvi hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Starfsferill
Ingvi hefur víðtæka reynslu á sviði fyrirtækjalögfræði, s.s. af ráðgjöf og samningagerð í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja og fjármögnun fyrirtækja. Hann hefur sinnt fjölþættum verkefnum sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingasjóðum og löggjöf fjármálafyrirtækja. Þá hefur hann umtalsverða reynslu á sviði fasteigna, fasteignakaupa, framkvæmdaverkefna og skipulagsmála. Ingvi var löglærður fulltrúi á Lögfræðisskriftofunni Garðastræti 17 hjá Andra Árnasyni hrl. fyrst eftir brautskráningu frá HÍ en hóf störf haustið 1999 í dómsmálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra. Ingvi starfaði á árunum 2004 til 2011 hjá Íslandsbanka hf., þ.á m. sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar.  Ingvi var einn af eigendum Lögmanna Lækjargötu og starfaði þar frá 2011 til 2017 sem lögmaður. Þá var hann framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA Capital Management hf. á árunum 2017-2019. Ingvi hefur sinnt stundakennslu í lögfræði, þ.á  m. í veðrétti við lagadeild HÍ, og var aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Þá hefur Ingvi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, bæði hjá einkafyrirtækjum og í opinberri stjórnsýslu, en Ingvi hefur m.a. verið formaður Fjölmiðlanefndar, setið í varastjórn bankaráðs Seðlabanka Íslands, verið stjórnarformaður Almenna leigufélagsins (ALMA), stjórnarformaður Loftorku í Borgarnesi og stjórnarformaður Ríkisútvarpsins.

Ingvi er nú einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sérsvið
Félagaréttur
Samningaréttur og kröfuréttur
Fjármögnunarsamningar og veðréttur
Kaup og sala fyrirtækja og áreiðanleikakannanir
Fasteignir, fasteignakaup og verktakaréttur
Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir og aðrir sjóðir um sameiginlega fjárfestingu og löggjöf þeirra
Bankaréttur og verðbréfamarkaðsréttur