Inga Björg Hjaltadóttir
Hérðasdómslögmaður
inga (hjá) lr.is

Inga Björg er jafnframt einn af eigendum og ráðgjafi hjá Attentus mannauði og ráðgjöf. Inga Björg hefur starfað hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og áður Acta lögmannsstofu frá árinu 2006 sem meðeigandi. Áður hafði hún starfað hjá DP lögmönnum 2003-2006, sem deildarstjóri kjaraþróunar Eimskipafélags Íslands 1999-2003 og hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999, síðasta árið sem staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Inga Björg hefur langa og fjölþætta reynslu m.a. á sviði félagaréttar, fjármunaréttar, alþjóðlegs viðskiptaréttar og vinnuréttar. Inga Björg er stjórnarmaður í Kviku banka (áður MP banka) frá 2013, en áður hafði hún verið varamaður í stjórn bankans. Inga Björg er formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar og á sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar og er dómari í Félagsdómi, tilnefnd af fjármálaráðherra. Inga Björg hefur áður gengt stjórnarstörfum í öðrum félögum og hefur annast stundakennslu á sínu sérsviði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.