Helga Vala Helgadóttir
Lögmaður
helgavala (hjá) lr.is

Helga Vala lauk ML prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns síðar sama ár. Þá öðlaðist hún rétt til flutnings mála fyrir Landsrétti árið 2023.

Hún stofnaði ásamt fleiri lögmönnum Völvu lögmenn árið 2011 og starfaði þar  til ársins 2017 þegar hún var kjörin á Alþingi sem þingmaður Samfylkingarinnar. Gegndi hún þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hún formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og þingflokksformaður auk þess að vera þingmaður þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.

Utan Alþingis hefur Helga Vala gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, setið í stjórn Félags íslenskra leikara, Þjóðleikhúsráði, í stjórn Íslandspósts og Höfundarréttarráði. Þá var hún formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Bolungarvík.

Helga Vala er menntuð leikkona og starfaði í leikhúsi á Íslandi og í Bretlandi. Þá starfaði hún við fjölmiðla um árabil. Fyrir útskrift úr lagadeild starfaði hún einnig sem löglærður fulltrúi á Lögron – lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis.

Árið 2024 hóf Helga Vala störf á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

 

Helstu sérsvið Helgu Völu eru:

Stjórnsýsluréttur

Stjórnskipunarréttur

Réttargæsla og verjendastörf í sakamálum

Skaðabótaréttur

Fjölskyldu- og erfðaréttur

Barna- og barnaverndarréttur

Félaga- og eignaréttur

Vinnuréttur

Málflutningur