Helga Vala Helgadóttir
Lögmaður
helgavala (hjá) lr.is
Hún stofnaði ásamt fleiri lögmönnum Völvu lögmenn árið 2011 og starfaði þar til ársins 2017 þegar hún var kjörin á Alþingi sem þingmaður Samfylkingarinnar. Gegndi hún þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hún formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og þingflokksformaður auk þess að vera þingmaður þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.
Utan Alþingis hefur Helga Vala gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, setið í stjórn Félags íslenskra leikara, Þjóðleikhúsráði, í stjórn Íslandspósts og Höfundarréttarráði. Þá var hún formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Bolungarvík.
Helga Vala er menntuð leikkona og starfaði í leikhúsi á Íslandi og í Bretlandi. Þá starfaði hún við fjölmiðla um árabil. Fyrir útskrift úr lagadeild starfaði hún einnig sem löglærður fulltrúi á Lögron – lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis.
Árið 2024 hóf Helga Vala störf á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Helstu sérsvið Helgu Völu eru:
Stjórnsýsluréttur
Stjórnskipunarréttur
Réttargæsla og verjendastörf í sakamálum
Skaðabótaréttur
Fjölskyldu- og erfðaréttur
Barna- og barnaverndarréttur
Félaga- og eignaréttur
Vinnuréttur
Málflutningur