Harpa Hörn Helgadóttir
Hérðasdómslögmaður
harpa (hjá) lr.is

Harpa lauk lagapróf frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Harpa hóf störf sem löglærður fulltrúi hjá Acta lögmannsstofu árið 2011 en varð meðeigandi árið 2014. Áður en Harpa hóf störf við lögmennsku vann hún sem aðstoðarmaður dómara við héraðsdóm Reykjaness til fjögurra ára. Harpa býr að því við störf sín í lögmennsku að hafa víðtæka reynslu á sviði dómstóla og þá starfaði hún auk þess samhliða námi um árabil m.a. hjá Húseigandafélaginu og Fasteignaþjónustu Landsbankans. Verkefni Hörpu hafa verið á ýmsum sviðum lögfræðinnar en í störfum sínum hefur hún lagt megináherslu á fasteignakauparétt, skipti dánar- og þrotabúa, verjandandastörf, skaðabótarétt og samninga- og kröfurétt. Harpa hefur mikinn áhuga á félags- og stjórnarstörfum og tekið virkan þátt í hinum ýmsu félagasamtökum. Þá sat Harpa í stjórn Orators félags laganema á námsárum sínum í Háskóla Íslands.

Sérsvið:
Verkefni Hörpu hafa verið á ýmsum sviðum lögfræðinnar en í störfum sínum hefur hún lagt megináherslu á fasteignakauparétt, skipti dánar- og þrotabúa, verjandandastörf, skaðabótarétt og samninga- og kröfurétt. Harpa hefur mikinn áhuga á félags- og stjórnarstörfum og tekið virkan þátt í hinum ýmsu félagasamtökum. Þá sat Harpa í stjórn Orators félags laganema á námsárum sínum í Háskóla Íslands.