Guðrún Helga Brynleifsdóttir
Hæstaréttarlögmaður
gudrun (hjá) lr.is
Próf frá lagadeild Háskóla Íslands 1981. Próf í rekstrarhagfræði frá Lundarháskóla 1987. Héraðsdómslögmaður frá árinu 1998 og Hæstaréttarlögmaður frá árinu 2006.
Fulltrúi í atvinnurekstrardeild og skattrannsóknardeild skattyfirvalda í Lundi og Malmö, Svíþjóð árin 1987-1988. Deildarstjóri virðisaukaskattsdeildar RSK árin 1988-1991, skrifstofustjóri virðisaukaskatts- og eftirlitsdeildar Skattstofunnar í Reykjavík 1991-1993 . Vararíkisskattstjóri 1993–1999. Frá 1999 meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur. Stjórnarformaður Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR) frá 2003.
Í úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 2004.
Í bæjarstjórn Seltjarnarnes frá 2002 til 2010.
Varamaður í kærunefnd samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (87/1998).
Sérsvið:
Skattaréttur
Virðisaukaskattur
Stjórnsýsla
Gjaldþrotaréttur
Fyrirtækjarekstur
Rekstrarráðgjöf
Sifjaréttur