Daði Ólafsson
Héraðsdómslögmaður
dadio (hjá) lr.is
Almennt

Daði hefur um árabil sinnt ráðgjafastörfum og rannsóknum á sviði fjármunaréttar. Hann hefur lagt megináherslu á M&A vinnu og ráðgjöf sem tengist alþjóðaviðskiptum. Daði hefur mikla reynslu og sérþekkingu á allri lögfræðiráðgjöf í tengslum við kaup- og sölu fyrirtækja, samruna og yfirtökur, auk skjalagerðar vegna fjármögnunar og veðtöku í tengslum við slík viðskipti, auk þess að hafa annast kennslu á þessu sviði við lagadeild Háskóla Íslands. Daði hefur einnig aðstoðað fjölda fyrirtækja við samstarfsverkefni (joint-ventures) með erlendum félögum og endurskipulagningu rekstrar. Undanfarin ár hefur Daði einnig lagt áherslu á upplýsingatækni og áhrif internetsins á viðskipti. Daði hefur tekið þátt í rannsóknum og ráðstefnum um platform-viðskipti yfir netið, framtíð kauparéttar í stafrænum heimi, block-chain og áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar. Daði hefur aðstoðað tæknifyrirtæki við að innleiða nýju persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins og hafið rannsóknir og kennslu á block-chain og snjallsamningum á sviði samningaréttar.

Menntun

Fæddur í Reykjavík 10. september 1980. Útskrifaðist með 1. einkunn frá lagadeild Háskóla Íslands 2006. Héraðsdómslögmaður frá árinu 2007.  Útskrifaðist með láði frá lagadeild Vínarháskóla 2015. Lauk sérnámi í hugverka- og upplýsingatæknirétti frá Stanford 2015. Sinnti lögfræðirannsóknum sem verkefnastjóri hjá the European Law Institute frá 2015-2017.

Starfsferill

Fulltrúi hjá JP Lögmönnum frá 2006 til 2008. Fulltrúi hjá BBA//Legal frá janúar 2008 til september 2008. Meðeigandi JP Lögmanna frá september 2008 til 2011. Meðeigandi að Lögfræðistofu Reyjavíkur frá 2011. Starfaði sem verkefnastjóri hjá the Europan Law Institute frá 2015-2017, með áherslu á rannsóknir á upplýsingatæknirétti, endurskipulagningu félaga, áhrifa nýrrar tækni á viðskiptarétt (platform viðskipti, stafræna vöru- og þjónustu, snjallsamninga og persónuvernd) og málsmeðferð til úrlausnar deilumála utan dómstóla (Alternative Dispute Resolution). Sat fjölda ráðstefna og funda fyrir ELI, þar á meðal nokkrar ráðstefnur og vinnufundi UNCITRAL og ENCJ.

Kennslustörf

Hefur kennt samninga- og félagarétt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2008. Aðalkennari í félagarétti I við Háskóla Íslands frá 2010 – 2014. Kennir reglulega verðbréfamarkaðs- og kauphallarrétti og kaup- og sölu fyrirtækja við lagadeild, auk kennslu í samningagerð við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Tungumál
Enska og þýska.

Sérsvið
Samningaréttur og kröfuréttur,

Persónuvernd, upplýsingatækniréttur og netviðskipti,

Félagaréttur, kaup og sala fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, fjármögnunarsamningar og veðréttur,

Bankaréttur og verðbréfamarkaðsréttur,

Gjaldþrot og endurskipulagning,

Alþjóðlegur einkamálaréttur,

Samkeppnisréttur
Evrópuréttur,

Block-chain og snjallsamningar,

Málflutningur