Einar Hugi Bjarnason

Hæstaréttarlögmaður
einar@lr.is

Specialization

Career

2017 –  Lögmaður Lögfræðistofu Reykjavíkur
2014-  2017  Atlas lögmenn
2013 –  Stundakennsla við lagadeild Háskóla Íslands
2008 – 2014  Stofnandi og eigandi Íslensku lögfræðistofunnar
2005 – 2008  Mörkin lögmannsstofa

Education

2005 Embættispróf í lögfræði Háskóla Íslands
2006 Héraðsdómslögmaður
2012 Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands

Önnur störf:

2010 – 2019  Varamaður í stjórn Júpíters rekstrarfélags hf. (nú Kvika eignastýring hf.)
2012 – 2014  Formaður stjórnar Inkasso ehf
2020 – 2024  Formaður stjórnar Gamma Capital Management hf. („Gamma“)
2024 –  Varamaður í stjórn Arion banka hf.

Félagsstörf:

2018 – 2022  Varamaður í úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar
2022 –  Varaformaður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar
2018 – 2022  Formaður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema frá maí
2019  Formaður fjölmiðlanefndar frá október
Í nóvember 2018 var Einar skipaður formaður starfshóps er falið var að gera tillögur um breytingar á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 um endurgreiðslu hluta ritstjórnarkostnaðar fjölmiðla.
2019 –  Skipaður formaður hæfnisnefndar um stöðu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
2022 –  Varadómari í Félagsdómi

About Einar

Einar Hugi lauk embættisprófi í lögfræði Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012.

Einar Hugi er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Einar starfaði hjá Mörkinni lögmannsstofu frá 2005 til 2008. Einar var einn stofnenda og eigenda Íslensku lögfræðistofunnar 2008 og starfaði þar til 2014. Einar Hugi rak ásamt fleirum Atlas lögmenn frá 2014 til 2017.

Einar Hugi hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma oftast tengt lögmannsstörfum. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.

Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera. Á árinu 2013 var Einar skipaður í sérfræðingahóp um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingarsjóðs. Í byrjun árs 2014 var hann skipaður í starfshóp vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána sem samdi lagafrumvörp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignasparnaðar til greiðslu húsnæðislána. Árið 2015 var Einar Hugi skipaður í stjórnarskrárnefnd 2013-2017.  Í nóvember 2018 var Einar skipaður formaður starfshóps er falið var að gera tillögur um breytingar á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 um endurgreiðslu hluta ritstjórnarkostnaðar fjölmiðla.