Skattaréttur

Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf á sviði skattaréttar og hafa lögmenn stofunnar mikla reynslu af slíkri þjónustu. Meðal þeirrar þjónustu sem Lögfræðistofa Reykjavíkur veitir á þessu sviði má nefna skattaráðgjöf í tengslum við fjárhaglegar endurskipulagningu fyrirtækja, s.s. vegna skiptingar, samruna og slita félaga svo og skattalegar áreiðanleikakannanir. Skattaráðgjöf stofunnar varðar bæði tekjuskatta sem og óbeina skatta eins og virðisaukaskatt. Stofan veitir einnig skattaráðgjöf til einstaklinga og aðstoð við þá vegna samskipta við stjórnvöld. Auk ráðgjafar veitir stofan þjónustu vegna hagsmunagæslu í ágreiningsmálum, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem dómstóla.