Sifjaréttur

Þrátt fyrir að fjölskyldan sé það mikilvægasta í lífi flestra geta álitaefni um réttarstöðu einstaklinga vaknað í kjölfar dauðsfalls, skilnaðar eða slita á sambúð. Við úrlausn slíkra persónulegra og oft viðkvæmra mála leggjum við mikla áherslu á trúnað og virðingu við viðskiptavini okkar. Við höfum áratuga reynslu af hagsmunagæslu fyrir einstaklinga á sviði sifjaréttar við meðferð mála hjá sýslumanni og fyrir dómstólum. Auk þess hafa lögmenn stofunnar víðtæka reynslu af allri skjalagerð á sviði sifjaréttar, svo sem gerð erfðaskráa, sambúðarsamninga og kaupmála, sem komið geta í veg fyrir ágreining þegar og ef á reynir. Einnig höfum við víðtæka reynslu af því að aðstoða vegna fjárskipta og veita annars konar lagalega ráðgjöf í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita, hvort sem er vegna fjárhagsmálefna eða atriða sem varða forsjá og umgengni. Þá veita lögmenn stofunnar ábyggilega þjónustu við uppgjör dánarbúa, bæði við einkaskipti og opinber skipti.