Samninga- og kröfuréttur
Allt frá upphafi hefur Lögfræðistofa Reykjavíkur lagt mikla áherslu á samningsgerð og samningarétt. Lögmenn stofunnar hafa víðtæka þekkingu á sviði samningaréttar og veita faglega þjónustu við gerð samninga og ráðgjöf við að útkljá álitaefni sem geta komið upp, hvort sem er milli aðila eða fyrir dómstólum. Mikilvægt er að vandað sé til verka strax við upphaf samskipta og við samningsgerð, slíkt kemur oftar en ekki í veg fyrir að vandamál eða álitaefni komi upp þegar reynir á samning. Meðal verkefna sem við sinnum til jafns við samningsgerð og samningarétt, er ráðgjöf á sviði kröfuréttar um allt varðandi efndir samninga og við gætum hagsmuna samningsaðila vegna lögvarinna réttinda þeirra sem leiða af kröfu samkvæmt samningi. Einnig veitum við ráðgjöf og þjónustu vegna kaupsamninga, leigusamninga, vinnu- og starfsmannasamninga, samninga á sviði sifja- og erfðaréttar eða samninga um hvaðeina annað sem mönnum er frjálst að semja um sín á milli.
Sérfræðingar
Hæstaréttarlögmaður
berglind@lr.is

Héraðsdómslögmaður
bjorgvin@lr.is

Hæstaréttarlögmaður
helgi@lr.is

Lögmaður, LL.M.
ingvihrafn@lr.is

Hæstaréttarlögmaður
johannes@lr.is

Hæstaréttarlögmaður
olafur@lr.is

Lögmaður
olafurpall@lr.is

Hæstaréttarlögmaður
tomas@lr.is
