Þyrí Steingrímsdóttir
Hæstaréttarlögmaður
thyri (hjá) lr.is

Menntun:
Þyrí lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður ári síðar og réttindi til málfutnings fyrir Hæstarétti Íslands árið 2012.

Starfsferill:
Þyrí starfaði sem löglærður fulltrúi hjá DP Lögmönnum frá útskrift og fram til ársins 2009 en hún starfaði sjálfstætt við lögmennsku frá þeim tíma og fram til 2011. Á því ári varð hún ein af eigendum Acta lögmannsstofu. Þyrí hefur sérhæft sig á sviði sifja- og erfðaréttar og hefur langa og fjölþætta reynslu í rekstri forsjármála sem og ágreiningsmála varðandi fjárskipti hjóna og sambúðarfólks. Þá hefur hún sinnt ráðgjöf á sviði barnaverndarréttar, bæði til einstaklinga og sveitarfélaga. Þyrí hefur einnig mikla reynslu af bæði opinberum skiptum og einkaskiptum á dánarbúum og hefur verið stundakennari í sifja- og erfðarétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Þyrí hefur ávallt tekið virkan þátt í félagsmálum og sat í Stúdentaráði á námsárum í Háskóla Íslands. Hún var formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs og starfaði á skrifstofu ráðsins sem alþjóðafulltrúi. Þyrí var einnig forseti ELSA (European Law Student Association) veturinn 2000 – 2001.

Tungumál:
Enska

Stjórnir:
Þyrí hefur setið í stjórn Félags kvenna í lögmennsku og var formaður þess 2010 – 2012.