Berglind Svavarsdóttir
Hæstaréttarlögmaður
berglind (hjá) lr.is

Berglind er ein af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Berglind hefur starfað sem lögmaður frá árinu 1996. Hún rak eigin lögmannsstofu og fasteignasölu á Húsavík frá 1996 til 2007 en hafði áður starfað sem fulltrúi hjá Sýslumanninum á Húsavík í 6 ár og verið staðgengill hans síðasta árið. Berglind var ein af stofnendum Regula lögmannsstofu sem var rekin á Höfn, Húsavík og Egilsstöðum frá 2003 til 2010 og jafnframt í Reykjavík frá 2005. Berglind rak ásamt fleirum Acta lögmannstofu ehf. frá 2011-2016 er Acta sameinaðist Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Berglind hefur langa og fjölþætta reynslu og eru helstu verkefni hennar á sviði kröfu- og gjaldþrotaskiptaréttar auk sifja- og erfðaréttar. Berglind var annar framkvæmdarstjóra lögfræðiaðstoðar Orators veturinn 1987/1988. Hún átti þátt í að stofna Lögfræðingafélag Norður- og Austurlands árið 1997 og var formaður þess félags frá 2000 til 2002. Berglind var formaður barnaverndarnefndar Þingeyjarsýslu 1998 til 2007, sat í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík í frá 1994 til 2002 og leikskólanefnd Húsavíkur frá 1994 til 1998 þar af sem formaður frá 1996 til 1998. Berglind er núverandi varaformaður stjórnar LMFÍ, hún sat í stjórn FKL frá 2008-2010 og var varamaður í úrskurðarnefnd lögmanna frá 2005 til 2015. Hún var í slitastjórn SPB hf. frá 2009 til 2016. Hún hefur setið í bankaráði Landsbankans hf. frá 2016.

Sérsvið: