Select Page

ABOUT US

Lögfræðistofa Reykjavíkur er rótgróin lögmannsstofa sem býður upp á alhliða lögmannsþjónustu.

Auk þess að sinna almennum lögmannsstörfum fyrir viðskiptavini sína hefur stofan á að skipa

sérfróðum lögmönnum á öllum helstu sérsviðum lögfræðinnar.

Meðal fastra viðskiptavina Lögfræðistofu Reykjavíkur eru mörg af stærri og virtari fyrirtækjum á Íslandi, auk erlendra fyrirtækja. Þá sinnir stofan að staðaldri fjölþættum verkefnum fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir. Síðast en ekki síst hefur LR frá upphafi lagt áherslu á öfluga og persónulega lögmannsþjónustu fyrir einstaklinga og hefur hagsmunagæsla fyrir einstaklinga ávallt verið snar þáttur í starfi lögmanna stofunnar.

Lögfræðistofu Reykjavíkur er metnaðarmál að veita viðskiptavinum sínum framúrskar­andi lögmannsþjónustu. Stofan er vel í stakk búin til að sinna af kostgæfni þeim flóknu og fjölbreyttu lögfræðilegu viðfangsefnum sem upp geta komið í nútíma þjóðfélagi. LR kappkostar að hafa innan sinna raða færasta og dugmesta starfsfólk sem völ er á. Með sérhæfingu einstakra lögmanna LR og skiptingu starfseminnar eftir sérsviðum lögfræðinnar leitast stofan við að tryggja vönduð vinnubrögð, skilvirkni og hámarksárangur í hverju verkefni.

 

Lögfræðistofa Reykjavíkur rekur jafnframt innheimtuþjónustu undir nafni Innheimtustofu Reykjavíkur. IR sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu á vanskilakröfum. Lögmenn og innheimtufulltrúar stofunnar hafa víðtæka sérþekkingu og yfir tuttugu ára reynslu við innheimtu vanskilakrafna. Með aðild IR að Global Credit Solutions er stofunni kleift að innheimta vanskilakröfur hvar sem er í heiminum.