PERSÓNUVERND

Í hverskonar upplýsingum, gögnum og gagnaskrám eru fólgin mikil verðmæti. Það endurspeglast til að mynda í því að mörg af stærstu fyrirtækjum heims, svo sem Google og Facebook, láta vöru sína og þjónustu af hendi án nokkurs endurgjalds, annars en að fá aðgang að upplýsingum um notendur sína. Í nær öllum rekstri er safnað saman margþættum upplýsingum um viðskiðtamenn, svo sem kauphegðun þeirra, og þarfir. Slíkar upplýsingar má nota til að bæta vörur, efla þjónustu, sinna markvissara markaðsstarfi, eða einfaldlega selja þær.

 Það verður þó að sýna varkárni við meðferð gagna og upplýsinga. Um leið og eigendur upplýsinga eiga almennt rétt á að hagnýta þær, geta þeir sem upplýsingarnar varða, hinir skráðu aðilar (e. data subjects) einnig átt réttindi sem gefa þarf gaum. Rétt einstaklinga til friðhelgi og einkalífs er verndaður í Stjórnarskrá Lýðveldisins, Mannréttindasáttmála Evrópu, Mannréttindaskrá Evrópusamandsins og Sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins.

Í löggjöf, einkum á vegum Evrópusambandsins, er síaukin áhersla á rétt einstaklinga til að persónuupplýsingar þeirra fari leynt. Þann 25. maí 2018 gengur í gildi verulega hert löggjöf á sviði persónuverndar innan Evrópusambandsins. Íslandi er einnig skylt að lögfesta efni þeirrar tilskipunar. Meðal þeirra meginbreytinga sem hin nýja löggjöf hefur í för með sér eru strangari kröfur til fyrirtækja til að efla öryggi persónuupplýsinga og verulega hert sektarviðurlög ef það öryggi er ekki tryggt.

Lögfræðistofa Reykjavíkur aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að nýta sér gögn sín og upplýsingar þannig að virði þeirra hámarkist, um leið og ýtrustu réttindi viðskiptamanna eru virt. Á meðal lögmanna stofunnar er til að mynda stjórnarmaður í Persónuvernd og þá hafa aðrir lögmenn stundað framhaldsnám og rannsóknir á sviðinu erlendis.