• Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar

  • Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans

  • Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum

  • Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

Lögfræðileg innheimta


Innheimtustofa Reykjavíkur sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu á vanskilaskuldum og lögð er áhersla á örugga og skjóta þjónustu. Lögmenn og innheimtufulltrúar stofunnar hafa víðtæka sérþekkingu og yfir 20 ára reynslu við innheimtu vanskilakrafna.

Lögð er rík áhersla á að viðskiptavinurinn sé í nánum tengslum við þá lögmenn sem vinna að málefnum þeirra og hafi greiðan aðgang að bæði lögmönnum og öðru starfsfólki. Gerðir eru fastir samningar við viðskiptavini um innheimtu vanskilakrafna og geta viðskiptavinir fengið beinlínuaðgang að kerfi Innheimtustofu Reykjavíkur til að skoða framgang sinna mála hjá stofunni. Jafnframt veita starfsmenn Innheimtustofu Reykjavíkur viðskiptavinum reglulega upplýsingar um stöðu einstakra mála og er þjónustan klæðskerasaumuð að þörfum hvers og eins kröfuhafa.

Innheimtustofa Reykjavíkur er aðili að Global Credit Solutions (GCS) sem er leiðtogi á sviði innheimtu á heimsvísu með yfir 3.000 fagaðila í yfir 90 löndum. Með auknum alþjóðaviðskiptum og útrás íslenskra fyrirtækja er nauðsynlegt að viðskiptavinir Innheimtustofunnar hafi aðgang að öflugum innheimtufyrirtækjum um allan heim og gerir aðildin að GCS Group Innheimtustofu Reykjavíkur kleift að veita alþjóðlega þjónustu á þessu sviði.

Í lögfræðiinnheimtu er úrræðum réttarkerfisins beitt við innheimtu viðskiptakrafna með hjálp dómsstóla og sýslumanna. Þegar innheimtutilraunir hafa engan árangur borið er lögfræðiinnheimta eina úrræðið fyrir kröfuhafa til að leita réttar síns.

Frekari upplýsingar um starfsemi Innheimtustofu Reykjavíkur veitir Ólafur Garðarsson hrl.,netfang olafur@lr.is