• Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

  • Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum

  • Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans

  • Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar

Þjónusta

Lögmenn Lögfræðistofu Reykjavíkur hafa það markmið að tryggja viðskiptavinum sínum trausta og áreiðanlega lögmannsþjónustu. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu og fullan trúnað við viðskiptavini. Innan vébanda LR eru sérfræðingar á helstu sviðum lögfræðinnar en styrkur stofunnar felst ekki síst í þverfaglegri þekkingu lögmanna hennar sem nýtist við alla almenna hagsmunagæslu sem og ef til málarekstrar fyrir dómstólum kemur. Lögmenn stofunnar hafa áratugalanga starfsreynslu af ágreiningsmálum og álitaefnum sem reynt getur á í viðskiptum og samskiptum manna á milli. Lögfræðistofa Reykjavíkur er því vel í stakk búin til þess að sinna af kostgæfni öllum þeim fjölbreyttu lagalegu viðfangsefnum sem sinna þarf í nútímaþjóðfélagi.