• Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

  • Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans

  • Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum

  • Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar

Saga

Lögfræðistofa Reykjavíkur rekur upphaf sitt til ársins 1982. Í júlí 1998 sameinaðist stofan Lögmönnum Laugavegi 97 og varð í kjölfarið meðal stærstu lögmannsstofa á landinu. Í maí 1999 kom Guðrún Helga Brynleifsdóttir hæstaréttarlögmaður inn í hóp eigenda stofunnar. Hún hafði þá gegnt stöðu vararíkisskattstjóra um nokkurra ára skeið.

Í byrjun árs 2002 flutti Lögfræðistofa Reykjavíkur starfsemi sína frá Laugavegi að Vegmúla 2 í Reykjavík og sameinaðist Lögmönnum Seltjarnarnesi. Eigendur þeirrar stofu, hæstaréttarlögmennirnir Ólafur Garðarsson og Jóhannes Albert Sævarsson, urðu þannig hluti af eigendahópi LR. Í júlí 2007 flutti stofan í glæsilegt húsnæði að Borgartúni 25.

Í apríl 2016 sameinaðist Acta lögmannsstofa Lögfræðistofa Reykjavíkur og eru eigendur stofunnar nú sautján talsins.