• Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

  • Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans

  • Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum

  • Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar

Alþjóðleg tengsl

Með ört vaxandi alþjóðavæðingu teygjast athafnir fyrirtækja og einstaklinga í auknum mæli út fyrir landsteinana. Um langa hríð hefur Lögfræðistofa Reykjavíkur, undir enska heiti sínu, Reykjavik Law firm, lagt sig fram við að veita umbjóðendum sínum trausta og öfluga lögfræðiþjónustu erlendis, hvar sem umsvif þeirra eru. Í því skyni hefur stofan um árabil verið meðlimur í stærstu samtökum lögmannsstofa í Evrópu, The Association of European Lawyers. Með aðild að AEL tryggjum við umbjóðendum okkar aðgang að öflugustu lögmannsstofum í Evrópu. Þar að auki er Innheimtustofa Reykjavíkur aðili að Global Credit Solutions. Með alþjóðlegum tengslum sínum getur LR mætt vaxandi kröfum um viðbragðsflýti og faglega hæfni í verkefnum á alþjóðavettvangi, hvort sem varðar viðskipti eða önnur svið þar sem traustrar lögmannsaðstoðar er þörf.

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur tengsl við sterkar lögmannsstofur erlendis, Plesner í Kaupmannahöfn og Charles Russell í London. Lögfræðistofan hefur starfsaðstöðu og aðgang að mannafla hjá þessum lögmannsstofum og einnig hjá samstarfsaðilum í öðrum löndum Evrópu auk Bandaríkjanna. Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur náið samstarf við þessar lögmannsstofur og er einn af fylgifiskum þess yfirburðaþekking og reynsla á sviði samruna og yfirtöku fyrirtækja milli landa.